Arnarstapi, náttúruperla á nesinu

 

Arnarstapi, náttúruperlan á nesinu.

 

Arnarstapi Center er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem við höfum staðið vaktina í 15 ár. Við höfum mikla ánægju af því að bjóða uppá gæðaþjónustu og veitingar úr besta hráefni. Hjá okkur er að finna margs konar gistimöguleika sem henta mismunandi þörfum gesta okkar. Allt frá hótelgistingu til tjaldstæðis. Við rekum einnig tvo veitingastaði og bar á svæðinu. Við reynum eftir bestu getu að mæta þörfum allra þeirra sem heimsækja Arnarstapa svo allir finni eitthvað við sitt hæfi.