Það er okkur mikið hjartans mál að dvöl ykkar á Arnarstapa sé hin ánægjulegasta.

 

Á Arnarstapa Center bjóðum við uppá mismunandi gistimöguleika. Hjá okkur getur þú valið gistingu með sérbaði á hótel Arnarstapa eða fjölskylduíbúðirnar okkar sem hýsa 5 manns hver. Vinsælu smáhýsin henta afar vel fyrir þá sem vilja aðeins meira næði. Svo er gistiheimilið okkar góður kostur fyrir þá sem vilja ódýrari gistingu með sameiginlegri aðstöðu. Fyrir stórfjölskylduna þá bjóðum við uppá nýju manna fjölskylduhúsið Fell sem er einnig kjörið fyrir vinahópinn. Síðast en ekki síst þá eru tjaldstæðin okkar nýuppgerð og smellpassa fyrir fellhýsi, hjólhýsi og tjöld. Þar er sameiginleg snyrti- og salernisaðstaða.

Hótel Arnarstapi er 36 herbergja hótel, þar af eru 22 tveggja manna herbergi, 10 þriggja manna og svo 4 fjölskylduíbúðir sem henta
vel fyrir 5.

Bókaðu núna

Ertu að leita að einhverju virkilega huggulegu? Þá bjóðum við uppá smáhýsin okkar sem henta vel fyrir þá sem vilja meira næði og vera útaf fyrir sig. Opin allt árið um kring.

Bókaðu núna

Þetta er frábært kostur fyrir ferðalanga sem vilja eyða minna í gistingu og meira í upplifanir. Á Gistiheimilinu eru 5 tveggja mann herbergi og 3 þriggja til fjögurra manna herbergi. Öll herbergi eru með sameiginlegu baði.

Bókaðu núna

Tjaldsvæðið á Arnarstapa hefur öðlast nýtt líf eftir yfirgripsmiklar endurbætur og er nú með fyrsta flokks aðstöðu fyrir gesti okkar. Í dag bjóðum við uppá 25 rafmagnsstæði sem og nýgerða hreinlætis- og salernisaðsstöðu.

Bókaðu núna

Langar ykkur að eiga smá gæðatíma saman? Þá eru fjölskylduíbúðirnar okkar afar hentugar.

Bókaðu núna

Snjófell Restaurant

Snjófell bíður uppá gómsætan mat úr besta hráefni úr héraði.

Lesa meira

Arnarbær Restaurant

Á Arnarbæ bjóðum við uppá frábærar pítsur sem og brakandi ferskan fisk með frönskum.

Lesa meira