Tjaldsvæðið Arnarstapa

Á Arnarstapa Center bjóðum við uppá mismunandi gistimöguleika. Hjá okkur getur þú valið gistingu með sérbaði á hótel Arnarstapa eða fjölskylduíbúðirnar okkar sem hýsa 5 manns hver. Vinsælu smáhýsin henta afar vel fyrir þá sem vilja aðeins meira næði. Svo er gistiheimilið okkar góður kostur fyrir þá sem vilja ódýrari gistingu með sameiginlegri aðstöðu. Fyrir stórfjölskylduna þá bjóðum við uppá nýju manna fjölskylduhúsið Fell sem er einnig kjörið fyrir vinahópinn. Síðast en ekki síst þá eru tjaldstæðin okkar nýuppgerð og smellpassa fyrir fellhýsi, hjólhýsi og tjöld. Þar er sameiginleg snyrti- og salernisaðstaða.

Verðskrá 2020

2000 kr á mann 1 dagur
3.500 kr 2 dagar
4.000 kr 3 dagar
5.000 kr 4 dagar
6.000 kr 5 dagar

Frítt fyrir börn 0 -14 ára
Eldriborgara afsláttur af
gistingu 30%

Rafmagn 1.500 kr Sturta 500 kr

ROOM TYPE

Tjaldsvæðið

ROOM DETAILS
  • Tjaldsvæðið er opið frá apríl til september
FACILITIES
  • BathBath or Shower
  • BathElectricity
  • BathToilet

Bóka

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.

Camping Arnarstapi

Móttaka fyrir tjaldsvæðið er á Arnarbæ Restaurant

Opnunartímar
Jan-feb: 11:00-20:00
Mars-apríl: 11:00-20:00
Man: 09:00-22:00
Júní-ágúst: 08:00-23:00
September-desember: 11:00-20:00

*Umferð ökutækja er bönnuð á tjaldsvæðinu eftir 23:00
Reglur og skilyrði
Greiðsla verður að vera innt af hendi áður en farið er inná tjaldsvæðið. Allar greiðslur eru gerðar á veitingastaðnum Arnarbæ. Við ætlumst til að þögn sé á svæðinu frá 23:00-07:00. Öll notkun á vélknúnum farartækjum er bönnuð á svæðinum frá 23:00-07:00. Vinsamlegast virðið eigur gesta tjaldsvæðisins og sýnið vinsemd og kurteisi. Gæludýr eru leyfileg á svæðinu og eru á ábyrgð eigenda. Allur úrgangur gæludýranna er á ábyrgð eiganda. Dýrin eiga að vera í umsjá eiganda allan tímann sem dvalið er á svæðinu. Vinsamlegast gangið vel um svæðið og hendið rusli og öðrum úrgangi á tilætlaðan stað. Vinsamlegast athugið að við erum umhverfisvænt tjaldsvæði og því biðjum við ykkur um að flokka allt rusl og setja á tilheyrandi stað. Áfengisneysla skal vera í hófi og tónlist er bönnuð á svæðinu eftir kl 23:00